Ferill 812. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1467  —  812. mál.




Svar


mennta- og barnamálaráðherra við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni um gjaldfrjálsar tíðavörur í framhaldsskólum.


     1.      Hvaða framhaldsskólar buðu upp á gjaldfrjálsar tíðavörur við upphaf yfirstandandi skólaárs og hverjir ekki?
    Ráðuneytið sendi fyrirspurnina til þeirra framhaldsskóla sem tilgreindir eru í meðfylgjandi töflu, alls 32, og óskaði eftir svörum við 1. og 2. tölul. fyrirspurnarinnar. Svör bárust frá öllum skólunum. Samkvæmt svörum skólanna buðu þrjátíu framhaldsskólar upp á gjaldfrjálsar tíðavörur við upphaf yfirstandandi skólaárs en tveir þeirra ekki, sbr. töflu.

     2.      Var aðgengi takmarkað að gjaldfrjálsum tíðavörum, þar sem þær voru í boði, með því að það þurfti t.d. að nálgast þær á skrifstofu skólans eða var þeim komið fyrir á öllum salernum skólans?
    Í tuttugu og fjórum framhaldsskólum telst ótakmarkað aðgengi að tíðavörum á salernum. Í sex skólum eru tíðavörur aðgengilegar á skrifstofum, í almenningsrýmum eða á hluta salerna. Í eftirfarandi töflu eru svör skólanna sundurliðuð í samræmi við 1. og 2. tölul. fyrirspurnarinnar.

Skóli Voru tíðavörur aðgengilegar við upphaf skólaárs? Er aðgangur að tíðavörum takmarkaður?
Borgarholtsskóli Nei. Gott aðgengi er að gjaldfrjálsum tíðavörum á nemendasalernum.
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra Nei. Gjaldfrjálsar tíðavörur eru á öllum salernum.
Fjölbrautaskóli Snæfellinga Nei
Fjölbrautaskóli Suðurlands Tíðavörur eru aðgengilegar á skrifstofu skólans.
Fjölbrautaskóli Suðurnesja Tíðavörur eru aðgengilegar á skrifstofu skólans.
Fjölbrautaskóli Vesturlands Nei. Tíðavörur eru aðgengilegar á öllum salernum skólans.
Fjölbrautaskólinn í Ármúla Tíðavörur eru aðgengilegar á skrifstofu skólans.
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Þær eru í boði á þremur salernum, tveimur í aðalbyggingu skólans og í verknámsbyggingu. Einnig eru tíðavörur aðgengilegar á bókasafni skólans.
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Tíðavörur eru aðgengilegar á borði fyrir framan skrifstofu náms- og starfsráðgjafa og á borði í bókasafni skólans.
Flensborgarskólinn í Hafnarfirði Nei. Tíðavörur eru aðgengilegar á salernum skólans.
Framhaldsskólinn á Húsavík Nei. Tíðavörur eru aðgengilegar bæði á salerni og á skrifstofu skólans.
Framhaldsskólinn á Laugum Nei
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu Nei. Tíðavörur eru aðgengilegar á kvennasalernum skólans.
Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ Nei. Tíðavörur eru aðgengilegar á salernum skólans.
Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum Nei.
Kvennaskólinn í Reykjavík Nei. Aðgengi er ekki takmarkað. Gjaldfrjálsar tíðavörur eru í boði á öllum salernum skólans.
Menntaskóli Borgarfjarðar Nei. Tíðavörur eru aðgengilegar á salerni skólans.
Menntaskóli í tónlist Nei. Tíðavörur eru aðgengilegar á salernum skólans.
Menntaskólinn að Laugarvatni Nei. Tíðavörur eru í boði á salernum skólans.
Menntaskólinn á Akureyri Nei. Þær eru í boði á snyrtingum.
Menntaskólinn á Ísafirði Nei. Tíðavörur eru í boði á salernum.
Menntaskólinn á Tröllaskaga Nei. Er í boði við öll salerni skólans.
Menntaskólinn á Egilsstöðum Nei. Þeim er komið fyrir á flestum salernum skólans sem eru ókyngreind og á kvennasalernum.
Menntaskólinn í Kópavogi Nei. Hægt er að nálgast tíðavörur gjaldfrjálst á nokkrum kvennaklósettum í tveimur álmum skólans sem og á skrifstofu skólans.
Menntaskólinn í Reykjavík Nei. Aðgengi er ótakmarkað, þ.e. þeim er dreift á salerni skólans, í íþrótthús og hjá hjúkrunarfræðingi.
Menntaskólinn við Hamrahlíð Nei. Þær eru í boði í körfum í opnu rými fyrir framan almenningssalerni.
Menntaskólinn við Sund Þær eru í boði á skrifstofu og nokkrum salernum til þess að minnka sóun.
Myndlistaskólinn í Reykjavík Nei. Tíðavörur eru aðgengilegar á öllum salernum.
Tækniskólinn Nei. Það eru gjaldfrjálsar tíðavörur á öllum kvennasalernum og flestöllum ókynjaskiptum.
Verkmenntaskóli Austurlands Nei. Tíðavörur eru aðgengilegar á salernum skólans.
Verkmenntaskólinn á Akureyri Nei. Tíðavörur eru aðgengilegar á snyrtingum kvenna.
Verzlunarskóli Íslands Nei. Tíðavörurnar eru á nokkrum salernum í skólanum þannig að aðgengi er gott.